- Advertisement -

Ríkisstjórnin splæsir í mat handa minkum – en ekki handa fólki

„Mér þykir t.d. þung­bært að vita að stjórn­in vill gefa mink­um mat fyr­ir 160 millj­ón­ir á sama tíma og fá­tækt fólk skal búa við örvingl­an. Það að láta fá­tækt fólk bíða eft­ir rétt­læt­inu er það sama og að neita því um rétt­læti,“ segir meðal annars í Moggagrein Ingu Sæland í dag.

Inga skrifar: „Úr því sem komið er geri ég ekki at­huga­semd­ir við lán­tök­ur rík­is­sjóðs til að fleyta okk­ur gegn­um kófið. Ég tel hins veg­ar for­gangs­röðun fjár­muna ranga. Það á alltaf að setja fólkið í fyrsta sæti. Þessi rík­is­stjórn ger­ir það hins veg­ar alls ekki, og sýndi það svo ekki verður á móti mælt, þegar hún felldi hverja ein­ustu breyt­inga­til­lögu mína við fjár­lög­in. Í kreppu er ekki verið að bjarga fá­tæku fólki frá því að sökkva enn dýpra í örbirgðarfenið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: