- Advertisement -

SA á hraðferð til fortíðar

Því stefn­ir í harka­leg átök og ófrið.

„Sú stefna niður­skurðar og stöðnun­ar sem SA boðar er einnig undr­un­ar­efni og er byggð á göml­um kenn­ing­um frek­ar en raun­veru­leik­an­um,“ segir í nýrri Moggagrein eftir Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandsins sem og formaður Einingar-Iðju.

Björn skrifar um þvergirðingshátt forystu Samtaka atvinnulífsins í þeirri stöðu sem uppi er. Ekki síst að hin harða forysta SA vill slíta lífskjarasamningnum.

„Ekki þarf að fara mörg­um orðum um af­leiðing­arn­ar fari svo að SA ákveði það. Ekk­ert bend­ir til þess að samn­ingaviðræður aðila í milli myndu skila niður­stöðu og því stefn­ir í harka­leg átök og ófrið, sem get­ur haft skelfi­leg­ar af­leiðing­ar á þess­um ein­stæðu kreppu­tím­um,“ skrifar Björn.

…hrylli­leg­ar…

Hann sendir kveðjur í Borgartún númer 35:

„Fyr­ir liggja staðreynd­ir um af­leiðing­ar niður­skurðar víða um heim eft­ir krepp­una 2008. Í stuttu máli voru þær hrylli­leg­ar með til­liti til efna­hags­mála og ekki síður sök­um þeirra nei­kvæðu áhrifa sem þær höfðu á heilsu­far al­menn­ings. Þetta hef­ur valdið því að all­ir helstu aðilar sem áður töluðu fyr­ir niður­skurði – þeirra á meðal Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og OECD – hafa horfið frá þeirri stefnu og hvetja nú ríki til að beita rík­is­fjár­mál­um mark­visst til að minnka skaðann af krepp­unni.“

Og hana nú.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: