- Advertisement -

Sá sem er reiður er aldrei klókur

Verkalýðshreyfingin er eina aflið sem getur veitt peningafólkinu mótvægi og komið á og viðhaldið jafnvægi.

Ragnar Önundarson skrifar:

„Nú hefur risið ágreiningur innan verkalýðshreyfingarinnar. Orkan fer í innri baráttu, en nýtist ekki launþegum landsins. „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“ eru sígild vísdómsorð. Menn hafa stigið skref sem torvelt er að stíga til baka. Sundrungin knýr dyra einmitt þegar mikil þörf er á samstöðu. Reiðin byrgir mönnum sýn, menn ættu að draga andann djúpt áður en menn bregðast við. Sá sem er reiður er aldrei klókur um leið.

Margir hafa bundið vonir við nýja kynslóð verkalýðsforingja. Ég hef sagt að hún hafi fært hreyfingu, sem var hætt að hreyfa sig, var að verða stofnun, líf. Líf er jafn aðlaðandi og dauði er fráhrindandi. Verkalýðshreyfingin er eina aflið sem getur veitt peningafólkinu mótvægi og komið á og viðhaldið jafnvægi. Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson verða að skilja að samstaðan er ómissandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: