- Advertisement -

Saksóknarinn genginn í náhirð Davíðs

- segir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem segir gögn Morgunblaðsins, vera úr skúffu saksóknarans.

„Frá því um alda­mót­in síðustu hef­ur það verið ein­læg­ur vilji Davíðs Odds­son­ar og hans nán­ustu fylg­i­sveina að koma mér á bak við fang­els­is­múra. Í þeim til­gangi hef­ur sú hirð mis­beitt valdi sínu og áhrif­um, m.a. með bein­um hætti á rík­is­lög­regl­una á ár­inu 2002 og síðar. Enn hef­ur þess­ari þrá þeirra ekki verið svalað og nú tæp­um tutt­ugu árum síðar birt­ist þetta sjúk­lega hug­ar­ástand á síðum Morg­un­blaðsins.“

Þannig skrifar Jón Ásgeir Jóhannesson.

Orð og gerðir úr sambandi

Það er í anda vinnu­bragða þeirra að þegar vænt­an­leg­ur er dóm­ur á næstu dög­um í máli sem ég er ákærður í sem hlut­deild­armaður, að reynt sé að hafa áhrif á dómsniður­stöðuna með því að láta blaðamann skrifa „frétta­skýr­ingu“ á heila opnu Morg­un­blaðsins með forsíðuvís­un. Í um­fjöll­un­inni eru orð og gerðir slit­in úr sam­hengi og reynt að skapa þau hug­hrif les­and­ans, og þá vænt­an­lega dóm­enda Lands­rétt­ar líka, að málið snú­ist bara um mig. Allt í þeim til­gangi að láta þenn­an gamla og rætna draum rit­stjór­ans ræt­ast.

Jón Ásgeir: „Þessa staðreynd kaus Morg­un­blaðið að leiða hjá sér í um­fjöll­un sinni. Hún þjón­ar senni­lega ekki lund rit­stjór­ans, enda sann­leik­ur­inn ekki alltaf sagna best­ur í Há­deg­is­mó­um.“

Úr skúffu saksóknara

Það er aug­ljóst að upp­runi gagn­anna er beint úr skúffu sak­sókn­ara. Það er merki­legt að sak­sókn­ari árið 2018 láti ekki nægja að flytja málið fyr­ir dómi, held­ur taki upp á því að taka sér stöðu með ná­hirð Davíðs Odds­son­ar og haldi mál­flutn­ingi áfram á síðum Morg­un­blaðsins.

Sann­leik­ur­inn ekki alltaf sagna best­ur í Há­deg­is­mó­um

Málið er nú í þriðja skipti fyr­ir dómi. Í hin tvö skipt­in hef ég verið sýknaður. Ég trúi því að sama niðurstaða verði raun­in á næstu dög­um og Lands­rétt­ur sjái hið aug­ljósa í mál­inu; að Glitn­ir banki hf. var bet­ur sett­ur eft­ir viðskipt­in en fyr­ir, eins og staðfest var af þrem­ur fræðimönn­um úr há­skóla­sam­fé­lag­inu við meðferð máls­ins og sem hlýt­ur að leiða til sýknu allra ákærðu. Þessa staðreynd kaus Morg­un­blaðið að leiða hjá sér í um­fjöll­un sinni. Hún þjón­ar senni­lega ekki lund rit­stjór­ans, enda sann­leik­ur­inn ekki alltaf sagna best­ur í Há­deg­is­mó­um,“ skrifar Jón Ásgeir Jóhannesson.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: