- Advertisement -

Samfylkingin skíthrædd við eigin uppruna

Gunnar Smári:

„Ekki þessi botnlausa uppgjöf fyrir kröfum hinna ríku og valdamiklu.“

Það skrítna við forystu Samfylkingarinnar er að hún er skíthrædd við uppruna sinn, rætur sem ná aftur í flokka sem spruttu af sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar. Í hvert sinn sem forystufólkið nefnir einhver af sjálfsögðum baráttumálum sósíalískrar frelsisbaráttu flýtir það sér að taka fram að það styðji nú kapítalismann líka, jafnvel betur en kapítalistarnir sjálfir.

En hver er afstaða kjósenda Samfylkingarinnar frá 2017? Samkvæmt MMR hafa 12% þeirra jákvæða afstöðu til kapítalisma, 14% jákvæða afstöðu til nýfrjálshyggju en 60% jákvæða afstöðu til sósíalismans. Og 68% þeirra eru neikvæð gagnvart nýfrjálshyggju, 62% gagnvart kapítalisma en aðeins 25% gagnvart sósíalisma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ímyndið ykkur heim þar sem forysta flokka með rætur í sósíalískri mannfrelsisbaráttu síðustu aldar myndi reka pólitík í takt við hugsjónir grasrótarinnar. Það væri annar heimur en við búum við í dag. Ekki þessi botnlausa uppgjöf fyrir kröfum hinna ríku og valdamiklu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: