- Advertisement -

Samkeppniseftirlitið versta stjórnvaldið

Samkeppnisyfirvöld klóra sér í hausnum, aðgerðalaus, úrræðalaus, máttlaus.

Ragnar Önundarson skrifar:

Hagar keyptu Olís. Skeljungur og 10-11 sameinast. N1 tók Krónuna / Nóatún yfir. Viðbrögð fákeppnisfélaga við alvöru samkeppni (Costco) er aukin fákeppni. Samkeppniseftirlitið samþykkir með skilyrðum sem fljótt gleymast.

Samkeppnisyfirvöld klóra sér í hausnum, aðgerðalaus, úrræðalaus, máttlaus. Þau eru „fangar“ fyrri ákvarðana, sem skapa fordæmi: Þau hafa starfað í 25 ár undir tveimur nöfnum, kennitölum og forstjórum. Samkeppnisstofnun og Samkeppniseftirlit. Samrunar og yfirtökur hafa næstum alltaf hlotið samþykki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fákeppni ríkir á öllum helstu sviðum viðskiptalífsins. Handleiðsla samkeppnisyfirvalda hefur ekki verið í þágu neytenda. Sífellt er verið að samþykkja aukna fákeppni (samruna), en afleiðingin er samráð eða lærð hegðun sem er neytendum skaðleg.

Hinir fáu eigendur fákeppnisfélaganna hirða árlegan gulltryggðan arð sem skattlagður er 20%. Nær væri að setja ofurskatt á sjálftökugróðann sem hluthafarnir fá í arð. Eitthvað þarf að gera svo fákeppnisrekstur verði óhagkvæmur fyrir hluthafana.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: