- Advertisement -

Samtök atvinnulífsins fá einkafund

Stóru fyrirtækin í SA eru mörg fjármögnuð af lífeyrissjóðunum.

Ragnar Önundarson skrifar:

Samtök atvinnulífsins eru öflug. Þau fá sérstakan fund með ríkisstjòrninni, án nærveru ASÍ, til að ræða hugmyndir sinar um að taka til baka það sem þau lofuðu. Stóru fyrirtækin í SA eru mörg fjármögnuð af lífeyrissjóðunum að miklu leyti, sem hafa fjárfest í hlutafé þeirra. Það þýðir að almenningur, stundum nefndur „sjóðfélagar“ og stundum „launþegar“, er eigandi þessa fjár. Það er undarlegt að heyra herskáan tón forsvarsmanna SA í garð hinna raunverulegu eigenda stórs hluta aðildarfélaganna.

Sænsku kratarnir litu atvinnulífið svipuðum augum og bóndinn kýrnar: Þær þarf að annast og fóðra vel svo þær mjólki, en þær eru til fyrir fólkið á bænum, ekki öfugt. Þær bjóða bóndanum ekki byrginn, við vitum hvað gerist þá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: