- Advertisement -

Sanna: „Hversu bilað er það…?

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi skrifar:

Hversu bilað er það að maður sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyrir beint undir hann?

Hversu bilað er það að mánaðarlaun borgarstjóra eru um sexfalt hærri en það sem fólk á lægstu launum þarf að skrimta á?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hversu bilað er það að formaður borgarráðs fái 439.743 krónur á mánuði fyrir skatt ofan á grunnlaun sín vegna stjórnarsetu á vegum Reykjavíkurborgar.

Hversu bilað er það að formaður borgarráðs fái 439.743 krónur á mánuði fyrir skatt ofan á grunnlaun sín vegna stjórnarsetu á vegum Reykjavíkurborgar, á meðan að lægstu laun borgarinnar ná ekki einu sinni þeirri upphæð?

Hversu bilað er það að eftir marga mánuði, sé ekki enn búið að semja við starfsfólk borgarinnar sem fær svo lág laun sem duga ekki út mánuðinn?

Hversu bilað er það að þegar þess er krafist að eðlileg launaleiðrétting eigi sér stað, séu fyrstu viðbrögðin þau að það megi ekki hækka fólkið á botninum of mikið þá gætu aðrir farið að biðja um meira?

Hvernig gengur það upp að meirihluti borgarstjórnar segist berjast fyrir femínskum gildum á meðan við sjáum hér stóran hóp kvenna berjast við efnahagslegt óréttlæti sem vinnuveitandinn þeirra Reykjavíkurborg veldur?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: