- Advertisement -

Seðlabankastjórarnir, núverandi og fyrrverandi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hreif fyrrverandi seðlabankastjórann, Davíð Oddsson, þegar Ásgeir hnýtti í verkalýðsforystuna. Það kunni Davíð að meta. Davíð hefur átt bágt með að samþykkja eða kinka kolli yfir störfum þess fólks sem hefur valist í þau embætti sem Davíð gegndi fyrr á lífsleiðinni. Og þau eru mörg.

En hvað sagði Ásgeir sem hreif Davíð svo mikið? Davíð skrifar í Staksteina dagsins: „Um leið benti hann á að verka­lýðsfé­lög­in virt­ust ekki taka „að öllu leyti ábyrgð á ástand­inu og því mikla at­vinnu­leysi sem nú hef­ur skap­ast“.“

Og Davíð bætir við: „Þetta er hár­rétt ábend­ing. Í það minnsta ein­staka verka­lýðsfor­ingj­ar, sem gjarn­an tala í há­stemmd­um yf­ir­lýs­ing­um úr fortíðinni, hafa látið eins og kröf­ur og bar­áttuaðferðir eigi ekk­ert að breyt­ast þó að hag­kerfið gangi nú í gegn­um einn allra versta sam­drátt síðustu ald­ar. Slík­ar bar­áttuaðferðir gagn­ast eng­um.“

Þarna skellti Davíð sér út á svellið með eigið orðspor í fanginu. „…, sem gjarn­an tala í há­stemmd­um yf­ir­lýs­ing­um úr fortíðinni…“ skrifar Davíð, hinn mesti maður fortíðarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: