- Advertisement -

Seðlabankastjóri á villigötum

Það væri nær ef seðlabankastjóri færi með gagnrýnum hætti yfir forsendur núverandi ráðgjafar.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tekið sér það hlutverk, að því virðist óumbeðinn, að spá fyrir um hina ýmsu ókomnu atburði, á borð þróun; fasteignaverðs, verðbólgu, veirufaraldursins og jafnvel heilu atvinnuveganna.

Í dag birti seðlabankastjóri þann spádóm að ferðaþjónustan væri á svipuðum slóðum og sjávarútvegurinn árið 1988,  í meintu hruni þorskstofnsins og að ráðið fyrir ferðaþjónustan væri að blása til sambærilegrar sóknar nú og var gert fyrir um 3 áratugum síðan í sjávarútveginum.  Mátti skilja á Ásgeiri að leiðin lægi meðal annars í að setja á ferðatakmarkanir um miðhálendið með nýjum þjóðgarði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig sem á það er litið þá þolir málflutningur spámannsins enga skoðun. Ég tel  mig vita að sanngjarn og talnaglöggur seðlabankastjóri játi að spádómur hans hafi verið gerður á röngum forsendum, eftir að hafa farið yfir aflatölur liðinna ára. 

Það varð nefnilega  ekkert hrun í þorskstofninum  árið 1988 og ekki heldur nein sókn í sjávarútvegi í kjölfarið, eins og hann hélt fram. Þorskaflinn árið 1988 var um 400 þús. tonn en fór hraðminnkandi á tíunda áratugnum, í kjölfar þess að ráðgjöf Hafró var nákvæmlega fylgt. Hvernig sem á það er litið, þá hefur reiknisfiskifræðileg ráðgjöf Hafró skilað minni afla land en fyrir daga hennar, enda stangast hún á við vistfræðileg lögmál.  

Það væri nær ef seðlabankastjóri færi með gagnrýnum hætti yfir forsendur núverandi ráðgjafar, en ef henni verður fylgt áfram í blindni, má búast við verulegum niðurskurði á aflaheimildum næsta árs. 

Það eru veigamikil líffræðileg rök fyrir því að bæta megi gríðarlega í allar veiðar og endurskoða frá grunni ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: