- Advertisement -

Segir að VG hafi verið lamin til hlýðni

„Það er verulegt undrunarefni, verulegt, að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að keyra þetta mál í gegn eins og það er uppsett í þessu frumvarpi. Fyrir allsherjar- og menntamálanefnd hafa komið fjölmargir umsagnaraðilar. Fjölmargir hafa sent inn umsagnir um frumvarpið og lýst því þar að það brjóti oft og tíðum á grundvallarmannréttindum fólks sem fyrir er í mjög viðkvæmri og erfiðri stöðu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmðaur Viðreisnar, á Alþingi, um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar.

„Þetta er svartur dagur fyrir mannréttindi í þessu landi. Það er með ólíkindum að Framsóknarflokkurinn styðji þetta og með verulegum ólíkindum að sá flokkur sem hingað til hefur þó talað gegn dómsmálaráðherra í einstaka atriðum, VG, skuli hafa látið lemja sig til hlýðni í þessu máli,“ sagði Sigmar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: