- Advertisement -

Segir þingmenn sverta strandveiðar

„Alla vega þeir sem standa í þessum áróðri og þeir þingmenn sem éta það upp hér í þessum ræðustóli ættu að gera sér grein fyrir því að trillurnar eru að fá hærra verð fyrir fiskinn heldur en það sem stórútgerðin gerir upp við sína sjómenn.“

SÞ.

„Mér finnst ekki leggjast mikið fyrir háttvirta þingmenn Sjálfstæðisflokksins og reyndar einnig háttvirtan þingmann Miðflokksins í þessari umræðu að vera að tína hérna til alla mögulega og ómögulega hluti til að sverta strandveiðar, það litla frelsi sem er að finna í kvótakerfinu, það örlitla frelsi. Og hvaðan koma þessar fullyrðingar? Jú, þær koma frá SFS. Mér finnst einfaldlega að það mætti vænta einhvers jákvæðara í þessari umræðu frá Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að fara á fund aðra helgi og boða stétt með stétt, að koma þá hér og sjá jákvæða glætu í því að trillukarlar fái að komast á sjó og menn standi með litla manninum en noti ekki hvert og eitt einasta tækifæri í ræðustóli Alþingis til að draga þessa vinnu niður,“ sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

„Ég spyr: Hvernig telja háttvirtir þingmenn að þeir séu þess umkomnir að segja þetta hér? Að tala niður þá sem stunda þessa vinnu af því að þeir koma mögulega af höfuðborgarsvæðinu og fara út á land að vinna, að telja að þeir séu eitthvað réttlægri og það eigi að taka þessa vinnu þeirra eitthvað niður. Það er bara alveg stórundarlegt að háttvirtir þingmenn skuli telja sig umkomna til þess að gera það,“ sagði Sigurjón.

Það eru staðreyndir.

„Það hafa komið fram missagnir í þessari umræðu hér, m.a. hefur komið fram að fiskurinn sé verðminni sem komi af trillunum. Það er alls ekki svo. Alla vega þeir sem standa í þessum áróðri og þeir þingmenn sem éta það upp hér í þessum ræðustóli ættu að gera sér grein fyrir því að trillurnar eru að fá hærra verð fyrir fiskinn heldur en það sem stórútgerðin gerir upp við sína sjómenn. Það eru staðreyndir. Það eru einnig staðreyndir að sá fiskur sem er fluttur óunninn út, það er miklu minna hlutfall af strandveiðiafla heldur en er flutt t.d. af karfa. Þannig að ég bið háttvirta þingmenn, sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum, sem eru að koma hérna upp og eru að fara í hálfgerðan atvinnuróg, að hugsa til þess að aðra helgi munu þeir standa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og tala um stétt með stétt.“

„Alla vega þeir sem standa í þessum áróðri og þeir þingmenn sem éta það upp hér í þessum ræðustóli ættu að gera sér grein fyrir því að trillurnar eru að fá hærra verð fyrir fiskinn heldur en það sem stórútgerðin gerir upp við sína sjómenn. Það eru staðreyndir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: