- Advertisement -

Sitthvað er flugfélag og álver

Hvers vegna ætti að vera mikilvægara að bjarga fyrirtæki í eigu erlends auðhrings, en fyrirtækis í íslenskri einkaeigu?

Marinó G. Njálsson skrifaði:

Fyrir ári átti íslenskt flugfélag í vanda. Fyrirtæki sem aflaði líklegast um 200 ma.kr. gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið og skaffaði beint og óbeint nokkur þúsund manns vinnu. Stór hluti gjaldeyristeknanna urðu eftir í landinu og lögðu til hagvaxtarins. Íslensk stjórnvöld tók mjög einarða afstöðu í máli fyrirtækisins. Ekki kæmi til greina að koma með sértækar aðgerðir til að bjarga fyrirtækinu, störfunum eða gjaldeyristekjunum. Ríkið hefði ekki afskipti af rekstri einkafyrirtækja.

Spólum áfram eitt ár. Fyrirtæki hefur verið í rekstrarvanda í nokkur ár og núna lítur út fyrir að rekstri þess verði hætt. Fyrirtækið útvegar ca. 60 ma.kr. í gjaldeyristekjur og samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verða ca. 18 ma.kr. eftir í hagkerfinu. Fyrirtækið hefur lagt til hagvaxtar í gegn um árin, en minna með hverju árinu. Fyrirtækið óskar eftir aðkomu ríkisins og gripið verði til sértækra aðgerða til að bjarga fyrirtækinu. Nú bregður svo við að ráðherra talar fyrir því að farið verði í slíkar sértækar ráðstafanir, en þær munu kosta íslenska ríkið einhverja milljarða á hverju ári og gæti haft ruðningsáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum í sömu atvinnugrein.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna er afstaða ríkisins önnur gagnvart seinna einkafyrirtækinu, sem er í eigu alþjóðlegs auðhrings, en hinu fyrra sem var mikilvægur þáttur í þeirri miklu uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem hefur verið í gangi undanfarin ár og bjargaði Íslandi út úr efnahagshruninu? Af hverju finnst ráðherra (sem er raunar ráðherra beggja atvinnugreina) sjálfsagt að mismuna fyrirtækjum á þennan hátt? Hvers vegna ætti að vera mikilvægara að bjarga fyrirtæki í eigu erlends auðhrings, en fyrirtækis í íslenskri einkaeigu?

Skrifin er fengin af Facebooksíðu höfundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: