- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur stoppar breytingar á stjórnarskránni


„Meðan við glím­um við efna­hagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í ára­tugi, er ekki hjálp­legt eða lík­legt til ár­ang­urs að stjórn­mála­menn ber­ist á bana­spjót vegna hugs­an­legra stjórn­ar­skrár­breyt­inga, Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar eða ein­hvers kon­ar rót­tækr­ar um­bylt­ing­ar á þjóðfé­lags­gerðinni,“ skrifar Birgir Ármannsson,  þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í Moggagrein. Þetta er alvara. Birgir handbremsa síns flokks. Enginn þingmaður er seigari í að stöðva mál sem eru flokknum á móti skapi.

Afstaða Sjálfstæðisflokksins hlýtur að meiða Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem hefur farið fyrir vinnu við hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni. Nú segir flokkurinn; hingað og ekki lengra.

En hvers vegna?

„Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freist­ing fyr­ir ein­hverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleik­ana til að ná ein­hverj­um óskyld­um póli­tísk­um mark­miðum. Slíkt ber auðvitað að var­ast, enda er það vís­asti veg­ur­inn til að tefja fyr­ir og trufla vinn­una við hin brýnu viðfangs­efni sem við stönd­um frammi fyr­ir á næstu vik­um og mánuðum. Við skul­um ekki gera okk­ur þau verk­efni erfiðari en ella með því að kveikja aðra elda að óþörfu,“ skrifar Birgir og notar kórónuveiruna sem handbremsu á mál  forsætisráðherrann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: