- Advertisement -

Skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni

Sólveig Anna skrifar:

„Kæra Eflingarfólk.

Ég vona að þið komið á félagsfundinn í kvöld til að styðja mig og félaga mína á Baráttulistanum.

Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?

Ég vona að þið séuð sammála mér um að slík framtíðarsýn er ömurleg. Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.

Sjáumst í Valsheimilinu í kvöld kl. 18.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: