- Advertisement -

Sólveig Anna Jónsdóttir er skotmark SA

Sigurjón M. Egilsson:

Þau ein þekkja fátækt og skort sem reynt hafa. Ekkert fólk á að þola slíkt. Það er nóg til. Það sýna fréttir um tröllsleg laun forstjóra hér og þar og hagnað fyrirtækja.

Samtök atvinnulífsins upplifa að friðurinn sé úti. Með tilkomu Sólveigar Önnu breyttist margt. Sjálf hefur hún verið láglaunakona. Þekkir vel til þess fólk sem hefur það hvað verst. Áður en hún kom var allt allt öðruvísi. Sjaldan skarst í odda milli Samtakanna og félaga og samtaka launafólks. Nú er breytt mynd.

Halldór Benjamín og félagar ná ekki að festa klærnar í Sólveigu Önnu. Hún og hennar fólk höfðu gefið mikið eftir af kröfum sínum og nálguðust Samtökin verulega. Við það var víst ekki búið. Halldór Benjamín og hans fólk þoldu ekki lengur við. Gengu út og ganga nú lengra en dæmi eru um. Þau vilja setja verkbann á allt Eflingarfólk. Allt til að særa Sólveigu Önnu. Nógu mikið.

Mogginn segir frétt í dag að hafnarverkamenn vilji yfirgefa Eflingu og ganga í hið hábláa Sjómannafélag Íslands. Öðru vísi mér áður brá. Sem unglingur og ungur maður vann ég oft á eyrinni. Eyrarkarlarnir voru aðalmennirnir í baráttu Dagsbrúnar. Voru hið sterka bakland Gvendar Jaka. Dagsbrún átti sterkt bakland hjá eyrarkörlunum. Þeir hlupu aldrei undan samstöðunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir hlupu aldrei undan samstöðunni.

Meðan margt Eflingarfólk berst áfram án alls munaðar eða öryggis í lífinu er vilji til að leika þetta fólk illa til þess að særa og meiða Sólveigu Önnu. Sem má kannski segja að sé Gvendur Jaki okkar tíma. Fólk treystir á hana og veit að hún er eina vonin til að ná að bæta þeirra kjör. Fyrir öðrum er Sólveig Anna hindrun. Sem vilji er til að ryðja úr vegi.

Átökin núna eru alvarleg. Þau ein þekkja fátækt og skort sem reynt hafa. Ekkert fólk á að þola slíkt. Það er nóg til. Það sýna fréttir um tröllsleg laun forstjóra hér og þar og hagnað fyrirtækja. Arðgreiðslur upp á milljarða eru enn eitt merkið um misskiptinguna. Fram undan er barátta þeirra fátækustu og henni verðum við öll að taka þátt. Áfram Efling, áfram Sólveig Anna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: