- Advertisement -

Sósíalistaflokkurinn á flugi

Gunnar Smári skrifar:

Þarna færast um 15,5 prósentustig milli flokka og þar af tekur Sósíalistaflokkurinn til sín vel yfir helming.

Sósíalistaflokkurinn hefur ekki mælst stærri hjá MMR en nú, reyndar ekki í neinni könnun. Sósíalistar mælast með 8,7% fylgi og með fimm þingmenn. Flokkurinn er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi frá síðasta mánuði, um heil 3,1 prósentustig.

Breytingar á fylgi hinna flokkanna er lítil og innan vikmarka, nema hvað Samfylkingin er að tapa fylgi, missi 2,6 prósentustig. Samfylkingin mælist nú með 10,5% og hefur ekki mælst lægri hjá MMR á þessu kjörtímabili.
Séu vikmörk tekin með er ekki marktækur munur á fylgi Sósíalista og Samfylkingar, VG, Pírata og Viðreisnar.

Ef við skiptum þingheim upp miðað við þetta fylgi er staðan þessi (innan sviga er breyting frá fráfarandi þingi, eftir flokkaflakka nokkurra þingmanna):

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin:

 • Sjálfstæðisflokkurinn: 16 þingmenn (óbreytt)
 • Framsókn: 8 þingmenn (óbreytt)
 • VG: 7 þingmenn (–2)


Ríkisstjórnin alls: 31 þingmenn (–2)


Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

 • Píratar: 7 þingmenn (óbreytt)
 • Samfylkingin: 7 þingmenn (–1)
 • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)

Stjórnarandstaða I: 20 þingmaður (+1)


Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

 • Miðflokkurinn: 4 þingmenn (–5)
 • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (+1)

Stjórnarandstaða II: 7 þingmenn (–4)

Stjórnarandstaða III, utan þings:

 • Sósíalistaflokkurinn: 5 þingmenn (+5)

Ef við tökum stöðuna frá síðustu kosningum, það er fyrir flokkaflakk, þá eru brytingarnar á þingmannafjölda flokkanna þessi:


Þessir bæta við sig:

 • Sósíalistar: +5
 • Viðreisn: +2
 • Píratar: +1


Þessir flokkar tapa þingmönnum:

 • Flokkur fólksins: –1
 • Miðflokkurinn: –3
 • VG: –4


Þingstyrkur Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar yrði samur og eftir kosningarnar 2017.

Eins og sést af þessu Sósíalistaflokkurinn eini flokkurinn í teljandi sókn í dag. Ef við skoðum breytingar á fylgi frá kosningunum þá er hún þessi:

Þessir flokkar hafa dregið til sín fylgi:

 • Sósíalistar: +8,7 prósentustig
 • Viðreisn: +3,7 prósentustig
 • Framsókn: +1,8 prósentustig
 • Píratar: +1,4 prósentustig


Þessir flokkar hafa tapað fylgi:

 • Sjálfstæðisflokkur: –1,3 prósentustig
 • Samfylkingin: –1,6 prósentustig
 • Flokkur fólksins: –1,8 prósentustig
 • Miðflokkurinn: –4,7 prósentustig
 • VG: –6,0 prósentustig

Þarna færast um 15,5 prósentustig milli flokka og þar af tekur Sósíalistaflokkurinn til sín vel yfir helming.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: