- Advertisement -

Sósíalistar fella ríkisstjórnina

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt febrúarkönnun Gallup fengju ríkisstjórnarflokkarnir 31 þingmann, myndi missa meirihluta sinn. Í raun er það Sósíalistaflokkurinn sem fellir ríkisstjórnina, en flokkurinn fengi fjóra þingmenn miðað við fylgið í könnuninni.

Annars yrði þingmannatalan þessi (innan sviga breyting frá núverandi þingmannafjölda eftir flokkaflakk fjögurra þingmanna):

 • Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (–1)
 • VG: 9 þingmenn (óbreytt)
 • Framsókn: 7 þingmenn (–1)
Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórn samtals: 31 þingmaður (–2)

 • Samfylkingin: 9 þingmenn (+1)
 • Píratar: 8 þingmenn (+1)
 • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)

Stjórnarandstaða I á þingi samtals: 23 þingmenn (+4)

 • Miðflokkur: 5 þingmenn (–4)
 • Flokkur fólksins: Enginn þingmaður (–2)

Stjórnarandstaða II á þingi samtals: 5 þingmenn (–6)

Sósíalistaflokkur: 4 þingmenn (+4)

Stjórnarandstaða utan þings samtals: 4 þingmenn (+4)


Hvaða ríkisstjórnir má sjá þarna?

Hægri flokkarnir (Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisnar) eru með 26 þingmenn. Ef við bætum Framsókn við nær mið-hægrið 33 þingmenn.

Vinstri flokkar með rætur í verkalýðsbaráttu tveggja alda (Samfylkingin, VG og Sósíalistaflokkurinn) eru með 22 þingmenn. Ef við bætum Pírötum og Framsókn við hefði mið-vinstrið 37 þingmenn.


Reykjavíkurstjórn (Samfylking, VG, Viðreisn og Píratar) eru með 32 þingmenn, eins manns meirihluta.

Núverandi stjórn plús Viðreisn er með 37 þingmenn. Núverandi stjórn plús Miðflokkur með 36 þingmenn.

Breytingar á fylgi frá síðustu kosningum eru þessar:

 • Sósíalistaflokkurinn: +5,8 prósentustig
 • Píratar: +3,0 prósentustig
 • Viðreisn: +2,7 prósentustig
 • Samfylkingin: +2,3 prósentustig
 • Framsókn: –0,4 prósentustig
 • Sjálfstæðisflokkurinn: –2,3 prósentustig
 • Flokkur fólksins: –2,9 prósentustig
 • VG: –3,5 prósentustig
 • Miðflokkurinn: –3,6 prósentustig


Sósíalistar hafa ekki mælst hærri í könnunum Gallup en nú í febrúar. Flokkur fólksins nær ekki yfir 5% þröskuldinn. Ef flokkurinn næði yfir, sem óhætt er að spá að hann muni gera, má reikna með að hann tæki þingmenn frá Sósíalistum, Miðflokki og Framsókn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: