„Það eru allar líkur á að kerfið muni verja sig og þetta verður svæft eins og flest önnur svona mál.“
Sigurgeir Sigmundsson.
Facebook: Sigurgeir Sigmundsson tónlistarmaður skrifaði:
„Blessaður vertu Sigurgeir, þetta hefur alltaf verið svona. Þetta er bara gamla íslenska spillingin og það er ekkert að fara að breytast.“
Ég malda í móinn og segi „já en“ en orðið er rifið af mér. „Blessaður vertu ekkert að pæla í þessu, þetta er bara leiðinlegt.“

Ég druslast heim, sest við tölvuna og fer inn í netbankann. Þar er viku gömul 30 þúsund króna hraðasekt sem ég fékk við Grundartanga, sem bætist við sektirnar sem ég fékk á Akureyri í vor. Ég verð víst að borga þetta, en þetta er nú ekki nema ca eitt tímakaup hjá persónulegum ráðgjafa Ríkislögreglustjórans og einhvernvegin verður lögreglan að öngla saman fyrir reikningnum frá ráðgjafanum góða og það er þess vegna eins gott að leggja sitt af mörkum. Hundsvekktur fer ég inn í bankann og finn gíróseðilinn en hugsa. „Af hverju í andskotanum á ég að keyra á löglegum hraða og fylgja settum reglum ef Ríkislögreglustjóri gerir það ekki?“
Það eru allar líkur á að kerfið muni verja sig og þetta verður svæft eins og flest önnur svona mál.
Það er nú einu sinni þannig að spillingin lekur niður valdapýramídan, ekki upp. Hvað segir það þá um þá sem eru í næsta þrepi fyrir ofan ríkislögreglustjórann góða ef ekkert verður að gert?
Hafið það gott í snjónum.