- Advertisement -

Spurningar Vigdísar hrannast upp

„Um tuttugu spurningar liggja inn í kerfinu frá borgarfulltrúa Miðflokksins sem eru ósvaraðar. Þar af eru átta fyrirspurnir orðnar mjög gamlar eða frá árinu 2019. Það er greinilegt að einhver málin eru viðkvæm,“ segir Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.

En hvaða fyrirspurnir eru þetta?

„Meðal annars eru fyrirspurnir um verkefnastofu borgarlínu, oftekið vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur, framkvæmdir við Fossvogsskóla, um nauðsyn og snjallmælavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur, hækkun hitaveitugjalds til gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, um biðskýli Strætó bs., um kostnað við gróðurhvelfingu í Elliðarárdal, um hvers vegna tekin var ákvörðun um að minnka götulýsingu í Reykjavík, um útsvarstekjur og fasteignatekjur Reykjavíkur í póstnúmerum á Kjalarnesi, um kostnað við endurgerð Tjarnarbíós, um innri leigu Klettaskóla og fl. Einnig á eftir að skila inn skilagrein vegna endurbóta við Klettaskóla sem átti að skila inn fyrir apríllok. Þetta er afleit stjórnsýsla því samkvæmt venju er miðað við að svara á fyrirspurnum innan þriggja vikna,“ segir borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir.

(Byggt á bókun Vigdísar á síðasta fundi borgarráðs).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: