- Advertisement -

Stefnir í hörð átök á vinnumarkaði og engar viðræður eru í gangi

Vinnumarkaður „Í stað þess að það ríki vopnahlé erum við á vígvelli,“ segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, með stöðuna í samningamálum. Skammtímasamningur með lágum hækkunum var gerður og áttu samningaviðræður að hefjast strax. Eftir það gerðu kennarar samning með margfaldri þeirri hækkun sem almennta launafólk samdi um og síðan hefur verið samið við flugmenn og flugfreyjur.

Guðmundur segir að það launafólk sem samdi á undan muni ekki, þegar það kemst að borðinu, sættast á minni hækkanir en aðrir hafa fengið.

Er þá hægt að segja að sú tilraun sem var gerð, hún hafi mistekist?

„Hún er gjörsamlega farin. Það þarf ekki að ræða það meir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðmundur reiknar með átökum á vinnumarkaði næsta vetur. „Við hjá VM höfum sagt það skýrt að við tökum ekki þátt í samræmdri launastefnu í næstu kjarasamningum. Við viljum semja við okkar viðsemjendur, í okkar atvinnugreinum til að ná fram ýmsum leiðréttingum. Við ætlum að gera hvað við getum til að þvinga okkar viðsemjendur í vitræna umræðu um aukna framlegð í þeim greinum þar sem okkar félagsmenn starfa.“

Varðandi þær kjaraviðræður sem áttu að hefjast strax segir Guðmundur að ekkert hafi gerst. „Ég hef ekki fengið neinar samningaviðræður við SA. Reyndar hitti ég þá í kurteisisspjalli fyrir hálfum mánuði. Við vorum tilbúnir í þessa vinnu en okkar viðsemjendur hafa ekki viljað tala við okkur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: