- Advertisement -

Stefnir í hamfarir hinna vinnandi stétta

Ef eitthvert hagsmunafl á Íslandi ætti að geta styrkt stöðu svo munar, er það verkalýðshreyfingin á Íslandi.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Árið 2020 mun marka tímamót í sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi. Sækir hún fram eða staðnar! Ef hún styrkir ekki stöðu sína mun nútíma kapítalismi rísa upp úr kófkreppunni sem sigurvegari. Auðugir kapítalistar munu styrkja stöðu sína, ójöfnuður mun vaxa, ofbeldi stjórnvalda aukast, fátækum fjölga, einkavæðing læðast inn í alla geira samfélagsins sem aldrei fyrr, kvótakerfinu verður viðhaldið í núverandi mynd, atvinnurekendur munu styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og draumar um lýðræðisvæðingu á vinnustöðum verða að engu. Verkalýðshreyfingin hefur þá tapað orustunni.

Þetta verða hamfarir hinna vinnandi stétta. Mannréttindabaráttan munu einnig þurfa að lúta ægivaldi þeirra sem stjórna í krafti auðs, græðgi og algjörar yfirburðastöðu í valdapýramídanum. Lúta ægivaldi þeirra sem hafa stjórnvöld í vasanum.

Nú þurfa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að breyta um sýn og hugsa út fyrir boxið. Hvernig á að tryggja að stærsti hagsmunahópur á Íslandi, verkalýðshreyfingin, verðir ráðandi afl í allri ákvarðanatöku um líf og afkomu hinna vinnandi stétta. Um 200 þúsund manns tilheyra þeim stéttum. Hvorki meira né minna. Samt hefur þessi hreyfingin nánast enginn völd nema ef stjórnvöld eru til í að hlusta eitthvað á hana. Þetta er æpandi núna í kófkreppunni. ASÍ leggur fram tillögur en það er alveg undir duttlungum stjórnvalda komið hvort hlustað er á fulltrúa hreyfingarinnar. Valdastaðan er fáránlega veik. Jú hreyfingin hefur samkvæmt lögum rétt til að semja um kaup og kjör launafólks og verja réttindi, en það er nánast allt.

Það reynist mörgum erfitt að hugsa dæmið upp á nýtt. Hugsa út fyrir boxið. Stíga út fyrir þægindarammann. Sjá nýjar leiðir. Skapa nýjan veruleika. Breyta um hlutverk. En það þýðir ekki fyrir fulltrúa hinna vinnandi stétta að bíða lengur. Tíminn er núna. Og þvílíkan meðbyr sem hreyfingin hefur. Þvílíkur fjöldi fólks, 90% allra vinnufærra manna eru í verkalýðs-og stéttarfélögum. Ef eitthvert hagsmunafl á Íslandi ætti að geta styrkt stöðu svo munar, er það verkalýðshreyfingin á Íslandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: