- Advertisement -

Stjórnarþingmenn vilja ekki skrúfa fyrir sjálftökukrana hlutabótaleiðarinnar

Nei, það var semsagt ekki stemning fyrir því innan ríkisstjórnarflokkanna.

Meirihlutinn í velferðarnefnd Alþingis hafnaði því að nefndin legði fram frumvarp til að stöðva fyrirtæki í að nýta hlutabótaleiðina á sama tíma og arðgreiðslur eru greiddar og hlutabréf keypt.

Þetta kemur fram í skrifum Helgu Völu Helgadóttur, formanns nefndarinnar.

„Frumvarpið er tilbúið, við höfum fengið jákvætt álit sérfræðinga í vinnurétti en samt vilja stjórnarliðar ekki tryggja ríkissjóð fjármagn fljótt og örugglega með endurkröfum á hendur fyrirtækjum sem þannig nýta sér almannasjóði að óþörfu. Ástæðan er sögð sú að ráðherra mun á næstu dögum eða viku leggja fram frumvarp sem mun innibera það sama, en þó með gildistíma frá 1. júní nk. Við í minnihlutanum töldum, rétt eins og fjölmargir aðrir, að nauðsynlegt væri að senda skýr skilaboð strax og heimild frá og með samþykki þess til Vinnumálastofnunar til endurkröfu á hendur fyrirtækjunum. Nei, það var semsagt ekki stemning fyrir því innan ríkisstjórnarflokkanna. Já, mörg eru orðin en verkin virðast eitthvað þvælast fyrir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórnarþingmennirnir í velferðarnefnd eru: Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: