- Advertisement -

Sú fasteign er að sjálfsögðu ekki til

Gunnar Smári skrifar:

Seðlabankinn býr til fjármálakerfi sem ýtir enn frekar undir fjáraustur þeirra sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og aldrei fá nóg.

Eftir skatta og lífeyrisiðgjöld eru ráðstöfunartekjur fólks á lægstu launum, 351 þús. kr. á mánuði, tæp 282 þús. kr. 35% af því eru 98.622 kr.

Miðað við lánareiknivél Landsbankann er það greiðslubyrði af 21,6 m.kr. verðtryggðu láni á móti 27 m.kr. fasteign, þegar leitað er að vaxtakjörum m.v. 80% veðhlutfall. Þessi fasteign er að sjálfsögðu ekki til.

Seðlabankinn er að segja á láglaunafólk eigi ekkert erindi á húsnæðismarkaðinn, hann sé fyrir annað fólk.

Einkenni nýfrjálshyggju-hagfræði er að þar er ekkert rúm fyrir réttlæti.

Og hvert fer láglaunafólkið? Það fer á leigumarkaðinn þar sem það borgar 200 þús. kr. að lágmarki, 250 þús. kr. er algeng leiga.

Kerfið er þá þannig að ef þú ert með lágar tekjur þá mátt þú ekki skulda nóg til að standa undir húsnæðiskaupum. Þú verður þá að fara á leigumarkaðinn þar sem þú borgar tvöfaldan kostnað til leigusala, sem Seðlabankanum finnst betra að eigi eignina. Þú borgar hins vegar allan lánakostnað hans plús feitan arð til hans til viðbótar, kannski 50 þús. kr. á mánuði aukalega.

Þetta er kerfið sem við búum við. Seðlabankinn býr til fjármálakerfi sem ýtir enn frekar undir fjáraustur þeirra sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og aldrei fá nóg. Seðlabankinn er tæki í höndum hinna auðugu. Með aðgerðum sínum margfaldaði Seðlabankinn auð þeirra í kórónafaraldrinum og hann ætlar að halda áfram að þjóna þessu fólki áfram. Og ríkisstjórnin svo sannarlega líka. Hún er með endurnýjað umboð til þess.

Einkenni nýfrjálshyggju-hagfræði er að þar er ekkert rúm fyrir réttlæti. Virkni markaðarins og auðsöfnun hinna fáu er talið ígildi réttlætis, auðsöfnunin er markmið sem er hafið yfir allt annað, æðsti sannleikur. Seðlabankinn keyrir áfram slíka stefnu, finnst engu skipta að hún dæmir tugir þúsunda til þrælahalds á galeiðu auðvaldsins.

Um daginn hafði Seðlabankinn skoðun á lagningu Sundabrautar. Hefur hann skoðun á húsnæðisskorti lágtekjufólks og óheyrilegum húsnæðiskostnaði þess á leigumarkaði? Ó, nei. Hann telur það ekki sitt vandamál. Sjálfur býr hann vel.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: