- Advertisement -

Sum­ir eru í vond­um mál­um meðan aðrir hafa það bara fjandi gott

„Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi ekki verið mark­viss­ar og frek­ar ratað þangað sem síður var þörf á aðgerðum.“

„At­vinnu­leysi er 130% hærra (11% vs 4,8%) en í upp­hafi árs 2020. Hluta­bréf hafa hækkað um 37,4% á sama tíma. Gengið er 8,8% veik­ara. Verðbólga er 4,75%, án hús­næðis er verðbólg­an 5%. Vísi­tala leigu­verðs hef­ur lækkað um 0,7%. Launa­vísi­tala hef­ur hækkað um 4% og vísi­tala kaup­mátt­ar um 5,4%. Svarið við spurn­ing­unni um hver áhrif­in hafa verið er því flók­in. Kaup­mátt­ur hef­ur al­mennt auk­ist en samt er 11% at­vinnu­leysi. Launa­vísi­tala hef­ur samt hækkað minna en kaup­mátt­ur. Gengið hef­ur veikst meira en launa­vísi­tal­an hef­ur hækkað,“ þetta segir meðal annars í langri grein Björns Leví Gunnarssonar, sem birt er í Mogga dagsins.

Björn fjallar um stöðu efnahagsmála og hvernig ríkisstjórninni hefur til tekist.

„Eina rök­rétta niðurstaðan sem hægt er að lesa úr þess­um töl­um öll­um er að sum­ir eru í vond­um mál­um en aðrir hafa það bara fjandi gott. Svo gott að meðaltalið lít­ur bet­ur út. Hvað þýðir það um aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Ef það er satt sem for­sæt­is­ráðherra seg­ir að rík­is­stjórn­in sé búin að hella 7,5% af vergri lands­fram­leiðslu í aðgerðir gegn efna­hags­vanda kófs­ins þá hef­ur það ekki skilað sér í minna at­vinnu­leysi því það hef­ur farið vax­andi það sem af er far­aldri (ekki brugðist við jafnóðum), rétt eins og verðmæti hluta­bréfa. Töl­urn­ar benda til þess að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi ekki verið mark­viss­ar og frek­ar ratað þangað sem síður var þörf á aðgerðum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví endar grein sína svona: „Hvort sem aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru 2,5% eða 7,5% þá er staðan þessi: Mikið at­vinnu­leysi og verðbólga um­fram launa­vísi­tölu. Það er raun­veru­leik­inn sem Íslend­ing­ar búa við. Er það ásætt­an­leg­ur ár­ang­ur?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: