- Advertisement -

Svandís skellir á Rússana

„Ég lagði fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í morgun um að afturkalla undanþágu sem hefur verið í gildi fyrir rússneska togara til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra.

„Það fer gegn hagsmunum Íslands að auðvelda veiðar annarra þjóða á stofnum sem ekki eru nýttir á sjálfbæran hátt, því hef ég ákveðið að afturkalla þessa undanþágu. Þessu til viðbótar er það mat íslenskra stjórnvalda að framferði Rússa sé með þeim hætti að óverjandi er að viðhalda sérstökum undanþágum þeim til hagsbóta,“ skrifar hún.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: