- Advertisement -

Svigrúm til hækkana verkafólks er 4%

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Fyrsti kastljósþáttur að loknu sumarleyfi var í gær. Þar var m.a. rætt um skýrslu þá, sem Katrín pantaði hjá Gylfa Zoega hagfræðingi. Gylfi er hægri hönd Seðlabankastjóra, situr með honum í peningastefnunefnd og ber því ábyrgð á háum vöxtum hér á landi ásamt Seðlabankastjóra. Gylfi segir í skýrslunni, að svigrúm til kauphækkunar launafólks sé að hámarki 4% ef varðveita eigi stöðugleikann í efnahagslífinu.

Alþingismenn fengu alls 75% launahækkun á 3 ja ára tímabili og var ekki talið ógna stöðugleikanum enda var Gylfi ekki tilkvaddur, þegar laun þingmanna voru hækkuð. Það er ljóst, að skýrsla Gylfa hefur verið pöntuð til þess að auðvelda ríkisstjórninni að halda launum og lífeyri niðri. Árið 2015 urðu mjög miklar almennar launahækkanir í þjóðfélaginu, 14,5-40%; allt hækkaði nema lífeyrir.

Bjarni og Sigmundur Davík héldu honum niðri (3% flaut í gegn). Seðlabankinn og hagfræðingar sögðu þá, að ef miklar almennar launahækkanir yrðu mundi stöðugleikinn hverfa og allt fara á hliðina í efnahagsmálum. Kauphækkanirnar náðu fram en ekkert gerðist í framhaldinu. Hrakspárnar rættust ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég fullyrði það hér og nú að þó laun og lífeyrir þeirra lægst launuðu verði hækkaður eins og þarf fer efnahagslífið ekki á hliðina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: