- Advertisement -

Þá kemur að brjálæðinu

Þetta dæma­lausa dellu­ma­kerí rík­is­stjórn­ar­inn­ar miðar að því að senda sam­fé­lagið allt í end­ur­mennt­un sem stjórnað verður af ein­hverj­um sem kynnt­ir verða síðar.

SDG.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar langhund í Moggann um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um hatursorðræðu. Sigmundur er mjög mótfallinn frumvarpinu.

Hér verður gripið niður í greininni:

Þá kem­ur að brjálæðinu. Inn­ræt­ing­ar­nám­skeiðunum sem ríkið á að standa fyr­ir á meira og minna öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Hverj­ir munu skrifa náms­efnið og kenna nám­skeiðin? Lík­lega er óhætt að veðja á að það verði ekki grand­var­ir sér­fræðing­ar með vernd ein­stak­lings­frels­is og rétt­ar­rík­is­ins að leiðarljósi. En það á bara að koma í ljós þegar tæk­in og tól­in eru kom­in og ráðherr­ar Vinstri grænna geta skipað sam­herja sína í að upp­fræða lands­lýð.

Eða get­ur verið að þetta snú­ist bara um að nýja vinstrið fái að leggja lín­urn­ar?

Nám­skeið verða hald­in fyr­ir op­in­bera starfs­menn (eins gott að þeir mæti og hlýði ef þeim er annt um starfs­framann). Stjórn­end­ur og starfs­fólk stjórn­ar­ráðsins á að mæta, þ.e. þeir sem eru að inn­leiða verk­efnið, og stjórn­kerfið allt með þeim.

Kjörn­ir full­trú­ar og starfs­fólk sveit­ar­fé­laga er sér­stak­lega tekið fyr­ir og talið æski­legt að senda allt liðið á nám­skeið um hat­ursorðræðu. Ráðuneyti sveit­ar­stjórn­ar­mála á reynd­ar að sjá um þann þátt. Rík­is­valdið ætl­ar að taka sveit­ar­stjórn­arstigið á nám­skeið um hug­ar­far og orðræðu.

Skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar, leiðbein­end­ur og íþróttaþjálf­ar­ar eiga að fara á nám­skeið. Hvað er verið að gefa í skyn hérna? Að kenn­ar­ar og íþróttaþjálf­ar­ar stundi hat­ursorðræðu að því marki að það þurfi að senda þá alla í end­ur­mennt­un? Eða get­ur verið að þetta snú­ist bara um að nýja vinstrið fái að leggja lín­urn­ar?

Dóm­ar­ar, ákær­end­ur og lög­regla eiga að mæta á nám­skeið! Það verður auk þess unnið sér­hæft fræðslu­efni fyr­ir þessa hópa. Vinna skal að betri þekk­ingu þeirra á mála­flokkn­um. Hvað er eig­in­lega í gangi hérna?! Það er alla vega ekki þrískipt­ing rík­is­valds. Kunna dóm­ar­ar ekki lög­in? Þarf Vg-aktív­ista til að út­skýra fyr­ir þeim hvernig beri að skilja lög eða á að dæma eft­ir ein­hverju öðru? E.t.v. nýju skil­grein­ing­un­um sem verða mótaðar þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er bú­inn að gefa Vg frítt spil til að leiðbeina dóm­stól­um og lög­gæslu.

Hvenær hættu Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokk­ur al­farið þátt­töku í stjórn­mál­um?

Það á reynd­ar eft­ir að nefna einn hóp enn sem fell­ur und­ir þenn­an lið. Það er smá­hóp­ur sem kall­ast vinnu­markaður­inn. Það verður boðið upp á nám­skeið fyr­ir alla vinnustaði „sbr. aðgerð 3, sem hluta af fræðslu um fé­lags­legt vinnu­um­hverfi“. Hvenær hættu Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokk­ur al­farið þátt­töku í stjórn­mál­um? E.t.v. hafa þeir eng­ar áhyggj­ur í ljósi þess að fé­lags­málaráðherra verður komm­is­ar þessa hluta nám­skeiðanna. Ráðherra Vg á að tryggja að stjórn­end­ur fyr­ir­tækja skapi góða vinnustaðamenn­ingu.

Stjórn­end­um fyr­ir­tækja er ekki treyst­andi til að vilja gott vinnu­um­hverfi, kjós­end­um er ekki treyst til að kjósa full­trúa án end­ur­mennt­un­ar, kenn­ur­um er ekki treyst fyr­ir börn­um og dómur­um er ekki treyst til að dæma.

Lokakafli greinarinnar er þessi:

Þetta dæma­lausa dellu­ma­kerí rík­is­stjórn­ar­inn­ar miðar að því að senda sam­fé­lagið allt í end­ur­mennt­un sem stjórnað verður af ein­hverj­um sem kynnt­ir verða síðar. Þeir munu svo kenna á grund­velli hug­mynda­fræði sem for­sæt­is­ráðherr­ann treysti sér ekki til að út­skýra hver er. Það kem­ur fyrst í ljós þegar sam­starfs­flokk­arn­ir hafa álp­ast til að veita for­sæt­is­ráðherr­an­um og póli­tísk­um sam­herj­um vald til að móta sam­fé­lagið eft­ir eig­in höfði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: