- Advertisement -

Þar sem fólk grotnar niður

Eldri borgarar eru eini hópurinn sem skilinn hefur verið eftir.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, bendir á aðstæður á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúsi hafi aldrei verið verri og að heilbrigðiskerfið hafi veikst eftir að kórónuveiran fór að breiðast út.

„Ætlar ríkisstjórnin að verja það? Er metnaður hennar ekki meiri en svo að eftir að hafa lofað að styrkja heilbrigðiskerfið eftir fyrstu bylgju Covid-19 til að gera kerfið betur undirbúið til að takast á við veiruna? Er þetta metnaður? Hvað með biðlista í heilbrigðiskerfinu þar sem bið eftir bæklunaraðgerðum hefur tvöfaldast og nálgast óðfluga 1.000 manns? Þetta á auðvitað að vera óbreytt. Hvaða afleiðingar siglum við inn í?“

Næst sagði þingmaðurinn: „Gerum við okkur grein fyrir afleiðingum þess að halda fólki heima, hreyfingarlausu þar sem það grotnar niður? Hvaða varnir hefur þetta fólk gegn veirunni ef það fær hana? Þetta eru ömurlegar aðstæður sem verið er að bjóða fólki upp á og það er enginn metnaður til að breyta því. Eldri borgarar eru eini hópurinn sem skilinn hefur verið eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það þarf að herða sultarólina.

Öryrkjar fengu einu sinni nokkrar krónur, sem dugðu því miður skammt því að þær voru teknar margfalt til baka með verðbólgu og gengisfalli krónunnar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að matvara hefur stórhækkað, og við erum að tala um hækkun á matvöru um allt upp í 30–40%, sem ég hef séð. Þetta er hækkun vegna gengisins, verðbólgu. Á sama tíma hefur þetta fólk ekki fengið krónu til að taka á þessum hækkunum. Það þarf að herða sultarólina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: