- Advertisement -

Þar sem Framsókn er í náðinni

Þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa síðan haft tækifæri til að ganga í verkið. Þeir hafa verið uppteknir af öðru.

„Sigríður Á. Andersen þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra vék að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í varnarræðu í Silfrinu á RÚV. Já, það er rétt að við höfðum margt við framgöngu hennar í útlendingamálum að athuga. Ég sat m.a. fundi með henni þar sem hún ítrekaði hversu slæmt og allt að því óboðlegt það væri, að stjórnarþingmaður gengi gegn ráðherra í atkvæðagreiðslum. Það er reyndar kostulegt í ljósi þess hvernig Sigríður hefur greitt atkvæði gegn ýmsum stjórnarmálum undanfarið, en látum það vera,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

„Það voru reyndar ekki bara gömlu samstarfsflokkarnir sem fengu pillu frá ráðherranum fyrrverandi, flokkurinn sem leiðir núverandi ríkisstjórn er víst óstjórntækur. Það gætu einhverjum þótt fréttir.  En Framsókn, með svokallaðan barnamálaráðherra innanborðs, er í náðinni,“ skrifar Hanna Katrín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeirri umræðu er hvergi nándar nærri lokið.

„Sigríður tók boltann frá Áslaugu Örnu sem í vörninni síðustu daga hefur talað um hvernig það þurfi að fara að opna á aðrar leiðir fyrir fólk að setjast að hér. Þessir tveir dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi og núverandi, vilja ræða þessa „nýju“ hugmynd sína frekar en vonda túlkun stjórnvalda á útlendingalögunum, hvað þá að verja útlendingafrumvarpið sem stjórnarandstaðan hefur nú þrisvar gert ríkisstjórnina afturreka með. Látum það vera, þeirri umræðu er hvergi nándar nærri lokið, alveg sama hvað VG, Sjálfstæðisflokki og Framsókn þykir það óþægilegt.

Varðandi það að opna landið betur eftir öðrum leiðum, þá er gott að rifja upp stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar: „Einfalda skal veitingu atvinnuleyfa fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. Meta ber menntun þeirra sem flytjast til Íslands að verðleikum og tryggja að aðbúnaður geri landið eftirsóknarvert til framtíðar.“

Þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa síðan haft tækifæri til að ganga í verkið. Þeir hafa verið uppteknir af öðru.“ Skrifar Hanna Katrín.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: