- Advertisement -

Þau taka lán frá Nýja Landspítalanum fyrir nýjum geðrýmum á Kleppi

„Gert er ráð fyrir að fjárheimild málaflokksins verði aukin um 75 milljónir Skýrist hún af tveimur tilefnum en það fyrra er millifærsla innan málaflokksins og hefur því ekki áhrif til hækkunar eða lækkunar. Í fyrsta lagi er lagt til að 590 milljóna króna fjárveiting verði millifærð frá Nýjum Landspítala ohf. til Landspítala til að standa straum af uppbyggingu nýrra geðrýma á Kleppi.“

Þetta er bein tilvitnun í greinargerð með fjáraukanum sem er á dagskrá Alþingis í dag.

„Um er að ræða átta ný rými í samræmi við þarfagreiningu sem munu auka heildarfjölda rýma á geðsviði Landspítala úr 16 í 24. Framkvæmdirnar eru liður í áherslu ríkisstjórnarinnar á eflingu geðheilbrigðisþjónustu og munu bæta aðgengi að þjónustu fyrir viðkvæma hópa. Millifærslan hefur ekki áhrif á framkvæmdahraða við byggingu nýs Landspítala, þar sem til staðar eru uppsafnaðar fjárheimildir. Gert er ráð fyrir að sú fjárveiting sem nú er lagt til að millifæra verði síðar færð aftur til verkefnisins um nýjan Landspítala, í samræmi við þróun framkvæmda og fjárþörf verkefnisins á hverjum tíma. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 75 milljónir til að styrkja göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala. Tillagan er hluti af 350 milljóna framlagi til eflingar meðferðarúrræða við fíknivanda, sbr. umfjöllun um verkefnið við málefnasvið Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: