- Advertisement -

Þegar fjárfestar skríða inn í skel

Hvernig stendur á að fjárfestarnir koma hagkerfunum ekki til hjálpar.

Ragnar Önundarson skrifar:

Seðlabankar veraldarinnar eru í basli með að örva hagkerfin áfram með vaxtalækkunum og innspýtingu lausafjár. Ástæðan er að vextirnir eru víðast hvar að nálgast núllið. Þá er litið til ríkissjóðanna, þeim er þá ætlað að örva hagkerfið með framkvæmdum sem valda hallarekstri. Þá kemur sér vel ef ríkissjóðirnir eru skuldlitlir, því greiða þarf vexti af lánsfé og það dregur máttinn úr þegar fram i sækir.

Hvernig stendur annars á því að vinir okkar „fjárfestarnir“ koma hagkerfunum ekki til hjálpar með því að auka fjárfestingar sínar, þegar á móti blæs ? Þvert á móti skríða þeir inn í skel sína og liggja eins og ormar á gulli sínu. Þeir auka niðursveifluna beinlínis, af því að þeir sjá hvergi gróðavon. Samt er blómstrandi hagkerfi í vexti forsenda allra þeirra viðskipta. Hvað segja mínir góðu vinir, málsvarar kapítalísks hagkerfis um þetta ? T.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Arnar Sigurðsson og fleiri ?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: