- Advertisement -

Þingmaður setti upp hálsbindi og bað um smádass af virðingu

„Virðulegi forseti. Jafnan geng ég ekki með bindi á hinu háa Alþingi, kannski helst vegna þess að ég þarf þess ekki. En í dag stíg ég hér í pontu klæddur bindi til þess að undirstrika virðingu mína fyrir þinginu og sérstaklega virðulegum forseta. Eftir tvö og hálft ár og 600 milljónir er komin fram 1.875 blaðsíðna rannsóknarskýrsla um mjög flókið, viðamikið og eldfimt mál. Síðan á hver hv. þingmaður að stíga hingað í pontu og hella úr viskubrunni sínum um þetta mál allt saman eftir að hafa haft aðgang að skýrslunni í minna en sólarhring,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við upphaf þingfundar þegar umræða hófst um spairsjóðaskýrsluna.

Og hann hélt áfram: „Þarf að segja meira, virðulegi forseti? Þetta ástand er ýmislegt en virðing er þetta ekki. Með þessu ástandi sýnir Alþingi fyrst og fremst virðingarleysi gagnvart sjálfu sér, umfangi málefnisins en kannski fyrst og fremst þeim grundvallarhagsmunum þjóðarinnar að Alþingi geti fjallað með viðeigandi hætti um sínar eigin rannsóknarskýrslur. Það eina sem hér þurfti var tími, virðulegi forseti, með „smádassi“ af virðingu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: