- Advertisement -

Þingmennirnir munu bjóða Bjarna birginn

„Þá er kjarninn í því að við hefðum viljað að Alþingi hefði komið frekar að málum.“

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn harðari aðgerðum vegna Covid. Þeim þykir nóg komið. Þetta sagði þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason í morgunfréttum RÚV rétt áðan.

Um aðgerðir vegna fjölda smita sagði Vilhjálmur:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigurður Ingi J´óhannsson:
„Ef við horfum á reynsluna, sérstaklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega.“

„En þær þurfa þá að allavegana að fela í sér einhverjar upplýsingar til að rökstyðja aðgerðirnar; hvert er markmiðið með þeim og hvert er planið fram á við.“

Þingmenn flokksins vilja ekki að ríkisstjórnin ein ráði för, og þar á meðal gagnrýna þeir eigin ráðherra:

Fari svo að tillögur sóttvarnalæknis verði samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag, munið þið gera athugasemd við það? „Ég er viss um að allavegana einstaka þingmenn muni gera athugasemd við það. Þá er kjarninn í því að við hefðum viljað að Alþingi hefði komið frekar að málum.“

Samkvæmt þessu hyggjast þingmenn flokksins bjóða Bjarna formanni sem og öðrum ráðherrum flokksins birginn.

Í viðtali við mbl.is segir formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson: „Þetta horfir þannig við okkur að þrátt fyrir að staðan sé almennt góð hefur smitunum verið að fjölga og þetta nýja afbrigði greinilega meira smitandi. Ef við horfum á reynsluna, sérstaklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega. Það er í því ljósi sem við förum á þennan ríkisstjórnarfund og tökumst á við þetta verkefni sem virðist engan enda ætla að taka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: