- Advertisement -

Þorbjörg taldi sig flytja leiðinlega ræðu

„Með þessu verður málsmeðferðin einfaldari og skilvirkari en styrkir um leið líka sjálfstæði ákæruvaldsins. Það finnst mér vera sjálfstæður og mikilvægur punktur, að stjórnvöld leitist við með öllum hætti að tryggja og verja sjálfstæði ákæruvaldsins, sem er mikið kjarnaatriði í sjálfu réttarríkinu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um framsal sakamanna og aðrar aðstoðir í sakamálum.

„Embætti ríkissaksóknara móttekur í dag beiðnir á grundvelli tiltekinna alþjóðasamninga en dómsmálaráðuneytið annast hins vegar sendingu beiðna frá íslenskum yfirvöldum, beiðnir sem berast erlendis frá á grundvelli tölvubrotasamningsins svokallaða og frá þeim ríkjum þar sem enginn samningur er fyrir hendi, þar sem enginn samningur er milli Íslands og viðkomandi ríkis. Þetta hlutverk dómsmálaráðuneytisins verður alfarið fært til ríkissaksóknara, m.a. í ljósi þess að ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og það fer vel á því að verkefnið sé alfarið þar og það er í mínum huga eðlilegt og heilbrigt að svo sé. Þannig að það er verið að leitast við að draga úr hlutverki dómsmálaráðuneytisins í þessum efnum við meðferð sakamála í samræmi við þessi grundvallarsjónarmið um sjálfstæði ákæruvaldsins sem ég nefndi hér fyrr.“

Síðar í ræðunni sagði dómsmálaráðherra: „Eins og ég nefndi hérna áðan þá ímynda ég mér að þessi framsöguræða mín sé mátulega spennandi enda tæknilegs eðlis. Það breytir ekki því að hér er um mikilvægar breytingar að ræða sem hafa þýðingu í tvennum mikilvægum skilningi; að einfalda málsmeðferð, að skýra og skerpa heimildir ákæruvaldsins og síðast en ekki síst að löggjöfin okkar spegli á hverjum tíma sjálfstæði ákæruvaldsins. Það eru efnisatriði frumvarpsins, hin helstu, og ég hef nú gert grein fyrir þeim.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: