- Advertisement -

Þorskurinn gefur þriðjunginn

Sjávarútvegur Útflutningsverðmæti fiskafurða árið 2013 var rúmlega 272 milljarðar íslenskra króna. Þorskafurðir gáfu mestu verðmætin árið 2013 eða 32 prósent af heildarverðmæti sjávarafurða. Uppsjávartegundirnar loðna, makríll og síld voru einnig talsvert verðmætar og voru samanlögð verðmæti þeirra 29 prósent af heildarverðmæti fiskafurða. Þorskur, makríll, loðna og síld standa því saman að um 61 prósent af heildar útflutningsverðmætum sjávarafurða. Það eru því þessar fjórar tegundir sem skapa mestu tekjurnar fyrir íslenskt þjóðfélag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: