Sjávarútvegur Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur skilað inn afkomutölum fyrir fyrstu níu nánuði ársins. Afkoman var mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir, eða á milli tólf og þrettán milljarðar. Sagt og skrifað. Síldarvinnslan skilar hátt í ámóta hagnaði og bankar gera.
Mér segist svo hugur að fyrirtækið geti staðið undir ögn hærri veiðigjöldum. Síldarvinnslan stækkar ört. Nýjasta viðbótin er Vísir í Grindavík og Gullver NK, áður á Seyðisfirði. Búið er að ákveða að leggja Gullveri NK og Jónínu Gísladóttur GK. Báðir togararnir eru komnir til ára sinna.
„Línubáturinn Fjölnir hefur róið með línu frá Skagaströnd sl. tvo mánuði. Á bátnum eru fjórir í áhöfn hverju sinni en áhafnirnar eru tvær. Reglan er sú að skipt er um áhöfn á tveggja vikna fresti. Afli Fjölnis er fluttur suður til Grindavíkur og unnin í fiskvinnsluhúsum Vísis þar,“ segir á heimasíðu félagsins, svn.is.