- Advertisement -

Þrekvirki að vera í ríkisstjórn

Enn úr viðtali Moggans við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og og formanns Vinstri grænna. Nú er talað um hversu erfitt er að vera í ríkisstjórn:

„Já. Það er auðvitað aldrei neitt auðvelt að vera í rík­is­stjórn. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta var hér áður fyrr, en nú hef ég setið í tveim­ur rík­is­stjórn­um. – Kannski þetta hafi verið öðru vísi í fortíðinni þegar það var meiri stöðug­leiki í stjórn­mál­um, eng­ir sam­fé­lags­miðlar og ekki krafa um að bregðast við umræðunni á sömu sek­úndu og mál koma upp. – En það er erfitt að vera í rík­is­stjórn, þannig er það nú bara. Það er erfitt að halda liðinu sam­an, al­veg óháð því hverj­ir eru sam­an í stjórn, held ég…“

Og Mogginn spyr: „Ertu mikið í því?“

„Að halda liðinu sam­an? – Já, það er nú ein­fald­lega starf for­sæt­is­ráðherra, að leiða rík­is­stjórn­ina og sjá til þess að hún starfi sem ein heild. Að gæta þess að finna sam­eig­in­leg­ar lausn­ir á mál­um, sem all­ir geta fellt sig við, þótt auðvitað sé ánægj­an mis­mik­il eins og geng­ur hjá stjórn­ar­flokk­um með ólík viðhorf til ým­issa mála.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lýj­andi?

„Stund­um, en sjaldn­ast um of. Þetta er bara starfið sem mér hef­ur verið treyst fyr­ir. Og flest störf eru lýj­andi á köfl­um.“

Og þér líður vel í því?

„Já. Þetta er krefj­andi starf og maður er aldrei bú­inn í vinn­unni, en það er bæði skemmti­legt og gef­andi líka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: