- Advertisement -

Þumalskrúfan áfram á öryrkjum?

Enn hefur ekkert komið fram sem sýnir að létta eigi þumalskrúfunni af öryrkjum og eldra fólki. Öryrkjum, er samkvæmt því sem fréttir segja, ætlað að búa áfram við hina dæmalausu krónu á móti krónu skerðingu. Samt eru nægir peningar til.

Á vef Ríkisútvarpsins segir svo frá kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Bjarni fer nú yfir stuðning til húsnæðismála en hægt er að lesa er að kynna sér það frekar hér að neðan. „Staða ríkissjóðs hefur ekki verið betri um árabil.“ Það megi skýra af aukinni tekjuöflun og mikilli landsframleiðslu. „Og við höfum varið með skynsamlegum hætti stöðugleikaframlögum þannig að við höfum verið að búa í haginn.“ Ríkisstjórnin sé að boða aðgerðir til lækkunar á sköttum, bæði hjá atvinnulífinu en líka einstaklingum.“

Ljóst er að staðan er fín og því erfitt að trúa að ekki verði gerðar breytingar sem laga hreint út sagt ömurlega stöðu þeirra sem einna verst standa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: