- Advertisement -

Þurfum að aftengja vísitöluna

Svo kom hrunið 2008.

„Í banka­hrun­inu fyr­ir rúm­um ára­tug tapaði norski ol­íu­sjóður­inn, bak­hjarl norska rík­is­ins og einn sá öfl­ug­asti sinn­ar teg­und­ar í heimi, stór­um hluta af eign­um sín­um. Íslensku líf­eyr­is­sjóðirn­ir töpuðu líka grimmt. Svo náði kapí­tal­ism­inn sér á strik og eft­ir að kynd­ar­ar neyslu­hag­kerf­is­ins höfðu fýrað vel upp í nokk­ur ár voru all­ir bún­ir að ná sér. Brask­ar­ar græddu og grilluðu á ný sem aldrei fyrr.“

Þannig byrjar grein Ögmundar Jónassonar í Mogga morgundagsins. Síðan dregur Ögmundur upp fína en stutta söguskýringu:

„Í verðbólguf­ári sem iðulega kom upp á öld­inni sem leið hug­kvæmd­ist mönn­um að verðtryggja þær stærðir sem þótti skipta máli að héld­ust óhreyfðar að verðgildi, nefni­lega laun­in og lán­in og þar með spari­fé fólks. Meðan þessa naut við hækkuðu um­sam­in laun í sam­ræmi við verðlagsþróun og lán­in að sama skapi. Það sjón­ar­mið varð fljót­lega ofan á að þetta fyr­ir­komu­lag skrúfaði upp verðbólg­una og kom að því að verðtrygg­ing launa var af­num­in með lög­um en illu heilli ekki vísi­tölu­bind­ing lána. Við þetta var rekið upp rama­kvein í þjóðfé­lag­inu og talað um mis­gengi lána og launa. Sjálf­ur var ég í þeim kór.“

„All­ar til­raun­ir til að setja þak á vaxta­kostnað komu fyr­ir ekki og varð vaxta­byrði lána að meiri hátt­ar mein­semd.

Svo kom hrunið 2008. Þá hefði þurft að af­tengja vísi­töl­una þegar í stað. Hið sama á við nú. Ekki vegna þess að við höf­um vissu fyr­ir verðbólgu­skoti á næst­unni, það er nokkuð sem eng­inn veit. Held­ur vegna hins að í hruni fel­ur verðtrygg­ing fjár­magns­ins í sér af­teng­ingu við hverf­ul­an veru­leik­ann. Verðtrygg­ing­in þýðir nefni­lega að fjár­magnið skuli halda verðgildi sínu án til­lits til veru­leik­ans í sam­fé­lag­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: