- Advertisement -

Þvílík vanvirðing

Sólveig Anna skrifaði:

Þvílík vanvirðing gagnvart þeim manneskjum sem bókstaflega halda leikskólum borgarinnar gangandi með vinnuafli sínu, fagmennsku, trúmennsku og metnaði!

„Hún stingur upp á þeirri lausn að faglegt starf unnið af leikskólakennurum fari fram innan ákveðins tímaramma og svo væru einhverjir leiðbeinendur sem sæju um að manna restina af deginum.

„Ég held að þetta sé bara auðvelt skipulagsmál og ætti að vera auðvelt að leysa,“ segir Hildur.“

Þvílík vanvirðing gagnvart þeim manneskjum sem bókstaflega halda leikskólum borgarinnar gangandi með vinnuafli sínu, fagmennsku, trúmennsku og metnaði! Ætli Hildur hafi ekkert fylgst með því sem sannaðist í mikilvægustu og mögnuðustu kjarabaráttu síðustu áratuga á þessu landi, þegar að m.a. stór hópur „einhverra leiðbeinenda“ lagði niður störf í 6 vikur ásamt félögum sínum til að knýja á um leiðréttingu á sínum kjörum og afleiðingin var sú að leikskólar borgarinnar gátu ekki starfað? Veit Hildur ekki að það eru ekki síst „einhverjir leiðbeinendur“ sem sinna faglegu starfi með börnum borgarbúa? Að það er „einhverjir leiðbeinendur“ sem sjá um hópastarf, söngstundir, íþróttastundir, útikennslu, listastundir og svo framvegis? Að það er stór hópur Eflingar-kvenna sem hefur tekið að sér að gerast deildarstjórar á leikskólum borgarinnar og bera þar með ábyrgð á að skipuleggja allt starf deildarinnar, einnig og ekki síst það faglega? Að það eru „einhverjir leiðbeinendur“ sem hafa axlað sífellt aukna ábyrgð einmitt vegna þess að ekki er hægt að manna nema lítinn hluta af stöðugildum innan leikskólanna með leikskólakennara-menntuðum manneskjum?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er það í alvöru talað ekki lágmarkskrafa að þau sem tjá sig um leikskólana okkar hafi í að minnsta einhverja smáhugmynd um starfið sem þar er unnið og ekki síður hverjir vinna það?

Ég hvet ykkur öll sem eigið börn á leikskólum borgarinnar að muna á morgun að vera extra næs við alla „einhverja leiðbeinendurna“ sem munu taka við afkvæmum ykkar og gæta þeirra og annast. Þessar manneskjur hafa staðið vaktina í gegnum Covid undir klikkuðu álagi (og álagið var ekkert lítið áður), í smithættu og ekki fengið eina álagsgreiðslu-krónu í þakklætisskyni frá borginni. Þrátt fyrir að vera á endanum þau sem tilheyra hópi mest ómissandi fólks Reykjavíkurborgar. Þær eiga sannarlega meira skilið en að láta tala um sig sem eitthvað annars flokks lið sem eigi bara að nota til að græja hlutina eins og Hildi hentar að þeir séu græjaðir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: