- Advertisement -

Þykist áhyggjulaus af fylgistapinu

…ýmsa hitti ég á förn­um vegi, úti í búð…

Bjarni Benediktsson er í löngu, og mis innihaldsríku, Moggaviðtali í dag. Þar er hann vakinn af eigin dagdraumum og spurður um mikið fylgistap flokksins.

„Að und­an­förnu hef­ur fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins gjarn­an verið á bil­inu 22-23% og tel­ur formaður­inn að á miðju kjör­tíma­bili í þriggja flokka stjórn sé það ekki óvænt. Í tvenn­um síðustu alþing­is­kosn­ing­um hafi flokk­ur­inn t.d. fengið tals­vert meira fylgi en kann­an­ir bentu til. „Ég gef lítið fyr­ir skoðanakann­an­ir á miðju kjör­tíma­bili. Ekki þarf að líta langt aft­ur til að sjá að slíkt hef­ur enga merk­ingu. Við höld­um því ótrauð áfram og hlökk­um til að eiga sam­tal við fólkið í land­inu á fund­um á næst­unni,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son að lok­um.“

Um ríkisstjórnina segir Bjarni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við þurft­um að hafa þroska til að vinna úr þeim aðstæðum sem úr­slit kosn­inga færðu okk­ur. Eft­ir síðustu kosn­ing­ar var tveggja flokka rík­is­stjórn ekki í boði og mér fannst þá sem Sjálf­stæðis­flokkn­um bæri skylda til þess að skapa stöðug­leika. Nú­ver­andi stjórn­ar­andstaða er tvístruð og það eyk­ur ekki jafn­vægi í stjórn­mál­um á Íslandi að flokk­um haldi áfram að fjölga og svo verður eng­inn þeirra kjöl­festa,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við:

„Að stjórn­ar­sam­starfið gangi vel mæli ég fyrst og fremst á því að tek­ist hef­ur að skila heim­il­un­um ávinn­ingi. Í efna­legu til­liti hafa Íslend­ing­ar senni­lega aldrei haft það jafn gott og nú. Slíkt finn ég vel því marg­ir senda mér tölvu­póst, ýmsa hitti ég á förn­um vegi, úti í búð, á fund­un­um og víðar. Fyr­ir stjórn­mála­mann er afar mik­il­vægt að vera í góðu sam­bandi við fólk og ræða við það um hugðarefni þess.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: