- Advertisement -

TÖLFRÆÐI UM LAUGAVEG, BANKASRÆTI OG SKÓLAVÖRÐUSTÍG

„Er ástæða til að hafa áhyggjur af því?“

Guðjón Friðriksson skrifar:
„Ég gerði það að gamni mínu og af gefnu tilefni að ganga Laugaveg (frá Rauðarárstíg) og Bankastræti. Ennfremur allan Skólavörðustíg. Ég taldi rými sem þar eru fyrir verslunar- eða annan rekstur á götuhæðum húsanna. Alls reyndust þau samkvæmt minni talningu vera 251, þar af var 21 rými autt (8,4%) en 230 í rekstri. Verslanir í rekstri eru 150, veitingahús, barir og kaffihús eru 65 en annar rekstur í 15 rýmum (svo sem rakara-og hárgreiðslustofur, Gullnáman, tattoo, spa, eitt safn og fleira). Ég komst líka að því að sum af hinum auðu rýmum eru að komast í rekstur aftur. Þau eru Skólavörðustígur 4 (þar kemur handverks- og hönnunarbúð), Laugavegur 3 (þar er verið að innrétta nýtt veitingahús), Laugavegur 6 og Skólavörðustígur 1A (í þessum rýmum er norskt fyrirtæki að undirbúa svokallað Ís-gallerí (Magic Art) og húsnæði Helga úrsmiðs á Skólavörðustíg 1A (það er komið í leigu, því á dyrum stendur: opnar bráðlega). Þá má nefna tvö auð rými í hrörlegu húsi á Laugaveg 56. Á bak við það er verið að byggja nýtt hús og stendur stendur til að endurbyggja gamla húsið, þess vegna eru rýmin auð. Eftir standa 11 auð rými sem ég veit ekki hvort hafa verið leigð út. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því?“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: