- Advertisement -

Undan hvaða steini skreið Miðflokkurinn?

Kolbeinn Óttarsson Proppé:
„Ég hvet fólk til að kynna sér sjálft þá forneskju sem þar kemur fram.“

„Mig langar að gera að umræðuefni undir liðnum um störf þingsins, kannski öllu heldur um umræður á Alþingi, að athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu tvo síðustu daga, annars vegar um loftslagsmál á mánudaginn og hins vegar borgarlínu í gær,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, á Alþingi fyrir fáum augnablikum.

„Ég verð að segja, forseti, að það var mjög upplýsandi að sjá og heyra sjónarmið háttvirtra þingmanna Miðflokksins í báðum þessum málum. Ég velti margoft fyrir mér undir þeim umræðum undan hvaða steini Miðflokkurinn hafi skriðið. Meðan heimurinn tekst á við loftslagsvá, tekur höndum saman þvert á öll landamæri og alla geira samfélags, veit Miðflokkurinn betur.“

Þingmaðurinn hélt áfram: „Á meðan öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka höndum saman, setjast niður og semja við ríkisvaldið um verkefni sem þau telja öllsömul gríðarlega mikilvæg, ekki síst í baráttunni gegn loftslagsvánni, veit Miðflokkurinn einn betur. Gögn, líkön og staðreyndir, þetta skiptir Miðflokkinn engu máli, enda var athyglisvert að heyra margar fullyrðingar í umræðunum þar sem því var lýst yfir að menn vissu ekki hvað borgarlína væri eftir allan þennan tíma.“ Ekki var allt búið með Miðflokkinn: „Ég hvet fólk til að kynna sér sjálft þá forneskju sem þar kemur fram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: