- Advertisement -

Vaxandi ánægja með Ólaf Ragnar

Stjórnsýsla 55,9% landsmanna eru ánægðir með störf forsetans, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR sem lauk 23. júní. Það er talsverð aukning frá síðustu könnun en í sambærilegri könnun í maí kom fram að 49% væru ánægðir með störf forsetans.

Spurt var hversu ánægt eða óánægt fólk sé með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands. 943 einstaklingar, valdir handahófskennt af álitsgjöfum MMR, svöruðu könnuninni. Samtals tóku 97,2% afstöðu til spurningarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: