- Advertisement -

Vaxandi andstaða við hálendisþjóðgarð bæði í Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vex andstaðan við hálendisþjóðgarð. Til eru þingmenn í báðum flokkum sem munu aldrei fallast á málið eins og það er nú. Og jafnvel aldrei.

Eftir því sem þingmenn kynna sér málið betur og tala við fólk og sveitarstjórnarmenn í þeim héruðum sem eiga land innan við eða nærri hugsanlegum þjóðgarði herðast þingmenn í andstöðu sinni.

Málið er að verða hið erfiðasta sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir. Vinstri græn geta illa bakkað í málinu. Það yrði of stór biti að kyngja. Hugsanlega nær Bjarni Benediktsson að tala sína menn til. Rétt eins og í orkupakkamálinu þar sem honum tókst að snúa mönnum í heilan hring. „Hann bókstaflega niðurlægði nokkra þingmenn,“ sagði einn af viðmælendum okkar.

Sigurður Ingi Jóhannsson er í verri stöðu. Framsókn segist vera flokkur sveitanna. Þar er andstaðan við þjóðgarð mikil. Mjög mikil. Sigurður Ingi má ekki við að fara gegn vilja kjósenda flokksins. Staða Framsóknar leyfir það ekki. Innan þingflokksins er sagt berum orðum að ekki komi til greina að samþykkja þjóðgarðinn.

Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki áður staðið frammi fyrir erfiðara máli.

Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki áður staðið frammi fyrir erfiðara máli. Vinstri græn verða að ná málinu í gegn, Sjálfstæðisflokkur má ekki við að stjórnarsamstarfið taki enda. Flokkurinn hefur ekki lokið erindi sínu. Of mikið ósætti er nú um kvótakerfið og stjórnarskrána og flokksmenn mega til þess hugsa að lyfta fæti ef bremsunni.

Framsóknarfólk óttast að samþykki þeir þjóðgarðinn skrifi þeir á undir dánarvottorð Framsóknarflokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: