- Advertisement -

Vegagerðin endurgreiði einn milljarð

Það er ekki andskotalaust að lesa í orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formann Framsóknar og samgönguráðherra. Hann sagði á Alþingi í dag:

„Fyrir þó nokkuð mörgum árum var það lenska að koma hingað inn við fjárauka og fá verulega fjármuni vegna þess að veðrið á síðasta ári hefði verið verra en búist hefði verið við. Við höfum verið að reyna að loka þessu gati með því að setja peninga inn þannig að ramminn hefur hækkað. Tilfellið er að á milli áranna 2019–2020 jukum við framlög til þjónustuliðarins um 600 milljónir. Engu að síður er ljóst að meira fé þarf inn á þennan lið. Hann var kominn um milljarð fram yfir um síðustu áramót og samkvæmt lögum eiga viðkomandi stofnanir að greiða þær til baka. Það er verkefni sem við erum að fara yfir. Innan ramma ráðuneytisins er þá möguleiki að taka þessa fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum til að láta þennan lið standa undir sér eða að koma til þingsins og forgangsraða hærri upphæðum í þágu samgangna í landinu. Og þess vegna er ágætt að við tökum þá umræðu.“

Þarna er verið að tala um snjómokstur, eftir því sem best er vitað. Og ef það er rétt hefur vetrarveðrið orðið til þess að það mun draga úr viðhaldi vega eða nýjum framkvæmdum í sumar. „Og þess vegna er ágætt að við tökum þá umræðu,“ sagði ráðherrann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: