- Advertisement -

Verðmætin í Framsókn liggja í rótunum – í samvinnuhugsjóninni

„Sjálfstæðisflokkurinn er hugmyndafræðilegur geldingur þar sem ungliðahreyfingin gæti nánast gengið á einu bretti í Miðflokkinn.“

Ragnar Þór Pétursson.

Facebook: „Ég verð seint talinn til stuðningsmanna Framsóknar. Raunar fannst mér flokkurinn bregðast illa þegar á hann reyndi á sveitarstjórnarstiginu í fyrra. Þá varð algjör trúnaðarbrestur við okkur sem störfum í skólunum,“ skrifaði Ragnar Þór Pétursson, fyrrum formaður Kennarasambandsins.

„Í landsmálunum er þetta samt sá flokkur sem á stærstu færin til að verða eitthvað gagnlegt um þessar mundir. Allt vinstra megin við Samfylkingu er nánast ónýtt. Um Miðflokk þarf ekki að tala. Hann finnur ekki einu sinni nýja talpunkta þegar þeir gömlu fara að þynnast. Ríkisstjórnin veður áfram yfir allt og alla og virðist trúa því að henni fyrirgefist allt vegna þess að hún er ekki Sjálfstæðisflokkurinn og hún hafi plan – sem öllum er augljóst að hún hefur alls ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn er hugmyndafræðilegur geldingur þar sem ungliðahreyfingin gæti nánast gengið á einu bretti í Miðflokkinn.

Það eru ekki margir á sviðinu sem státa af mikið betri arfleifð en hann.

Sigurður Ingi lifði pólitískt lengst af formönnunum sem enduðu í hinni eitruðu ríkisstjórn sem féll með brambolti í síðustu kosningum. Hann var líka stærsti þátturinn í því að hér komst á einhverskonar stöðugleiki þegar allt var komið í rugl eftir hrun.

Það eru ekki margir á sviðinu sem státa af mikið betri arfleifð en hann.

En það verður auðvelt fyrir Framsókn að klúðra þessu. Þessi gagnrýni um að flokkurinn „viti ekki hvað hann sé“ er sumpart ákall um það að flokkurinn taki rækilega popúlíska dýfu og dansi eins og trúður fyrir pöpulinn.

Verðmætin í Framsókn liggja í rótunum – í samvinnuhugsjóninni. Það væri einnar messu virði að byggja upp flokk sem í alvöru ber virðingu fyrir henni. Það hefur ekki verið Framsókn í doldið langan tíma,“ skrifaði Ragnar Þór.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: