- Advertisement -

Verkalýðshreyfingin hysji upp um sig buxurnar

Það er svo táknrænt fyrir þetta valdaleysi að Drífa Snædal forseti ASÍ er í viðtölum við fjölmiðla úti, t.d. fyrir utan Stjórnarráðið.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Af hverju sætta forystumenn verkalýðshreyfingarinnar sig við það að vera út í kuldanum þegar teknar eru ákvarðanir, stórar og smáar, um afkomu, kjör og réttindi launafólks í landinu. Staðan er svo aum að auðvaldið með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar telur sig komast upp með það að ljúga því að hann hafi haft samráð við verkalýðshreyfinguna um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, eins gríðarlega stórt hagsmunamál sem það er. Hvers vegna í ósköpunum má það vera að 200 þúsund manna hópur hinna vinnandi stétta hefur nánast engin völd nema að semja í kjarasamningum á nokkurra ára fresti, en hefur nánast ekkert vald þess á milli. Verkalýðshreyfingin nýtir ekki mátt sinn og megin. Sættir sig við að vera út á túni meðan ákvarðanir eru teknar um lífsafkomu og kjör í bakherbergjum stjórnmálamanna, atvinnurekenda og fjármálaaflanna í samfélaginu. Það er svo táknrænt fyrir þetta valdaleysi að Drífa Snædal forseti ASÍ er í viðtölum við fjölmiðla úti, t.d. fyrir utan Stjórnarráðið.

Verkalýðshreyfingin þarf að hysja upp um sig buxurnar og nýta mátt sinn, ríkidæmi, skipulagsheildir og starfsfólk til að koma sér inn. Og svarið er ekki endilega þingmennska, heldur á að tryggja völdin á þann hátt td að engin lög séu sett, engin frumvörp samþykkt, eða ekkert ákveðið yfirleitt sem á einhvert hátt tengist afkomu hinna vinnandi stétta án þess að verkalýðshreyfingin móti þær ákvarðanir að stórum hluta og hafi í raun ráðuneytisígildi þegar kemur að smíði alls þess er við kemur líf og starf fólks á vinnumarkaði og þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði, atvinnulausra, öryrkja og eftirlaunafólks.

Lífeyrissjóðsmálið sem til umfjöllunar er í þessum fréttum er að finna á heimasíðum fjölmiðlana og vísa ég þangað með útlistun á því. Sama um það sem BSRB hefur að segja og endurspeglar valdaleysið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: