- Advertisement -

Vg skotin í kaf af eigin sérfræðingi

- sagði Jón Steindór á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir svaraði ekki beint en sagðist efast um nokkur flokkur hafi farið aðra eins sneypuför og Viðreisn meðan Þorgerður Katrín var sjávarútvegsvegsráðherra. Katrín segir Viðreisn ekkert hafa gert til breytinga á þeim tíma.

Hörð orðaskipti urðu milli Jóns Steindórs Valdimarssonar og Katrínar Jakobsdóttur á þingi vegna veiðigjalda. Jón Steindór las úr góðri grein Indriða H. Þorlákssonar, sem hefur verið sérfræðingur Vg í mörgum málum. Jón Steindór las til að mynda þetta:

„Það er alls óviðunandi að þjóðin fái einungis smánargjald fyrir afnot af auðlind sinni, nánast ölmusu sem rétt dugar til að greiða þann kostnað sem fylgir því að sjá til þess að auðlindin verði ekki eyðilögð heldur nýtt með hagkvæmum hætti. Við framlagningu frumvarpsins töldu margir þetta atriði þjónkun við hagsmuni útgerðareigenda sem von stæði til að yrði leiðrétt í þinginu. Með framkomnu áliti atvinnuveganefndar er ljóst að hún hefur ekkert lært af sneypuför sinni sl. vor og er slegin þeirri blindu að hlutverk Alþingis sé ekki að gæta almannahags heldur ganga erinda sérhagsmunaafla.“

Og svo sagði hann: „Herra forseti. Mér er til efs að nokkur stjórnmálaflokkur hafi í 100 ára sögu fullveldisins verið skotin með jafn sterkum og málefnalegum rökum af eigin sérfræðingi og flokkur hæstvirts forsætisráðherra. Telur hæstvirtur forsætisráðherra ekki tilefni til að snúa af þessari braut og fresta málinu og hugsa það örlítið betur?“

Katrín lét Jón Steindór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Mér er til efs að nokkur stjórnmálahreyfing í 100 ára sögu fullveldisins hafi farið í jafn mikla sneypuför og flokkur háttvirts þingmanns sem átti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í 11 mánuði sem gerði nákvæmlega ekki neitt til að breyta hvorki veiðigjaldakerfinu né fiskveiðistjórnarkerfinu meðan minn flokkur hefur ekki bara tekið upp og komið í fyrsta skipti á auðlindarentu, veiðigjöldum sem byggjast á auðlindarentu 2012. Sú aðferðafræði er staðfest hér með þessu frumvarpi. Minn flokkur kom á kerfi strandveiða á sínum tíma meðan flokkur hv. þingmanns og formaður hans hefur látið sér nægja að tala hátt og fyrst og fremst um aðra flokka en aðhafast lítið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við lok ræðunnar var kallað fram í: „Á ekki að svara spurningum?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: